Fréttir

FFA gefur bolta
24. maí 2013
FFA gefur bolta

Foreldrafélag Akurskóla gaf skólanum fótbolta, körfubolta og brennóbolta. Við þökkum þeim kærlega fyrir....

Lesa meira
Krissi lögga heimsækir 1.-3. bekk
23. maí 2013
Krissi lögga heimsækir 1.-3. bekk

Í gær, fimmtudaginn 23. maí kom Krissi lögga og fræddi krakkana í 1.-3. bekkur um hættur í umferðinni, mikilvægi hjálmanotkunar á hjólum og þess að klæðast litríkum fötum eða gulu vesti í umferðinni til að sjást betur, hvenær er í lagi að sitja í framsætinu o.fl . Krakkarnir voru mjög prúðir og hlustuðu af athygli....

Lesa meira
Vorferð 1. bekkur
17. maí 2013
Vorferð 1. bekkur

Þann 14. maí fór 1. bekkur í sitt fyrsta vorferðalag í Akurskóla. Leiðin lá að sveitabænum Bjarteyjarsandi í Hvalfirði en þar er stunduð sauðfjárrækt og ferðaþjónusta. Arnheiður og Guðmundur eru bændur á bænum og þau tóku á móti okkur kl. 10.00 en krakkarnir byrjuðu á snæða nestið sitt enda öll orðin svöng eftir rútuferðina. Síðan lá leiðin í fjárh...

Lesa meira
Vorferð 3. bekkur
16. maí 2013
Vorferð 3. bekkur

Vorferðin hófst á rútuferð frá skólanum í Orkuverið jörð þar sem tekið var á móti hópnum með stuttri leiðsögn og upplýsingum um safnið en síðan var það í höndum krakkanna að skoða og upplifa. Hægt var að spreyta sig á fjölbreyttum þrautum og upplifa td. jarðskjálfta sem var 6,5 á Richer. Í lokin snæddu nemendur nestið sitt og stigu síðan upp í rútu...

Lesa meira
Vorferð 4.-5. bekkur
16. maí 2013
Vorferð 4.-5. bekkur

Þann 15. maí fór 4. og 5. bekkur í sína árlegu vorferð. Að þessu sinni var ákveðið að skipta árgöngunum upp.  4. bekkur byrjaði á því að ganga upp Þorbjörn og borðuðu nestið sitt þar. Eftir það fóru þau Reykjaneshringinn þar sem þau skoðuðu Reykjanesvitann, Gunnuhver, gengu brúna milli tveggja heimsálfa,borðuðu hádegismat og léku sér.  5. bekk...

Lesa meira
Fundur með foreldrum
14. maí 2013
Fundur með foreldrum

Miðvikudaginn 15. maí kl. 8:15 verður fundur með foreldrum tilvonandi nemenda í 1. bekk í Akurskóla. Þar verður farið yfir skipulag náms næsta árs og aðaláherslur skólans. Þá verður Akurskjól, frístundaskólinn, kynntur....

Lesa meira
Söguganga
14. maí 2013
Söguganga

Akurskóli tók þátt í Barnahátíð og bauð upp á sögugöngu um Innri-Njarðvík laugardaginn 11. maí. Sveinn Ólafur Magnússon kennari í Akurskóla leiddi gönguna. Gangan byrjaði við Akurskóla og endaði í Narfakotsseylu.  Akurskóli þakkar göngufólki fyrir þátttökuna.    ?...

Lesa meira
Afhjúpun útilistaverks og setning Barnahátíðar
10. maí 2013
Afhjúpun útilistaverks og setning Barnahátíðar

Í dag, föstudaginn 13. maí, hefur verið mikið um að vera hjá nemendum Akurskóla. Strax í morgun fóru nemendur í 1., 3. og 8.-9. bekk niður að Brynjólfi, gamla frystihúsinu, þar sem útilistaverk nemenda var afhjúpað. Verkið ber heitið Heimur undirdjúpanna og eru mörg lítil leirlistaverk hengd á net á vegg hússins. Helga Lára Haraldsdóttir hefur stýr...

Lesa meira
Vígsla á listaverki
8. maí 2013
Vígsla á listaverki

Föstudaginn 10. maí, kl. 8:30 um morguninn verður listaverk Akurskóla í tengslum við Listaverk í leiðinni afhjúpað. Listaverkið er á vegg á gömlu frystihúsi Brynjólfi í nágrenni skólans. Athöfnin hefst kl. 8:30 og munu nemendur í 1., 3. og 8.-9. bekk vera viðstaddir. Árni Sigfússon mun halda smá tölu og síðan munum við syngja 2-3 lög undir stjórn...

Lesa meira
Hókus pókus
3. maí 2013
Hókus pókus

Í dag, föstudaginn 3. maí var sýningin „Hókus pókus“ sýnd á sal skólans. Það er hópurinn í Hár og list sem sá um sýninguna ásamt kennara sínum Ósk. Sýningin  tókst vel í alla staði og höfðu nemendur gaman að því að horfa á þessa sýningu. Hópurinn vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við sýninguna og áhorfendum fyrir komuna.   Myndir eru í myn...

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla